Fræðslukvöld SVFR farin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 24. janúar 2023 11:32 Fræðslukvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru að fara í gang en metmæting var á kvöldin síðastliðið vor á einstaklega skemmtilega röð kvölda. Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Það verður fylgt megin þema eins og í fyrra en byrjað verður á fræðslu um silungsveiði, síðan verður farið í sjóbirting og að lokum verður kvöld tileinkað laxveiði. Fyrsta kvöldið verður haldið núna næstkomandi fimmtudag og sem fyrr verða kvöldin haldin á Ölveri í Glæsibæ. Húsið opnar kl 19:00 og gesta fyrirlesarar kvöldsins verða Ólafur T. Guðbjartsson en hann er betur þekktur sem Óli Urriði A.K.A. dagbók urriða. Hann hefur verið einstaklega öflugur í kynningarstarfi á silungsveiði og hefur örugglega frá mörgu skemmtilegu að segja. Við fáum líka Helgu Gísladóttur á svið en hún hefur áratugareynslu af Veiðivötnum og silungsveiði víða um land. Hún hefur einstakt lag á að vera oftar en ekki veiðnasta konan í þeim hollum sem hún veiðir í og skemmtilegri kona er vandfundin sem veiðifélagi. Að venju verður veglegt happdrætti og hafa veiðibúðirnar Flugubúllan, Veiðiflugur, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélagið og Veiðiportið gefið mjög rausnarlega í happahylinn. Eins verða veiðileyfi frá SVFR og Veiðikortið. Það eru allir velkomnir.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði