Sigrún segir upp hjá Fjölni: „Við Kristjana náðum ekki takti saman“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 08:30 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur átt afar farsælan feril en stendur nú á krossgötum. VÍSIR/BÁRA Körfuboltakonan reynslumikla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni eftir að hafa verið spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistaranna. Hún segir ástæðuna „ólíka sýn“ hennar og þjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins. „Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
„Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn