Í tilkynningunni er ekki talað um Covid-19 en íbúum sagt að dvelja heima við fram yfir næstu helgi og athuga nokkrum sinnum á dag hvort þeir eru með hita. Samkvæmt vefsíðunni NK News, sem fjallar um málefni Norður-Kóreu, voru íbúar að birgja sig upp í gær.
Ekki er vitað hvort útgöngubann er í gildi á öðrum svæðum í landinu.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu fyrst í fyrra að kórónuveirufaraldurinn hefði ratað inn í landið en lýstu yfir sigri yfir veirunni í ágúst. Engar tölur liggja fyrir um smitaða eða látna en gefnar voru út tölur yfir þá sem mældust með hita, sem náðu á tímabili 4,8 milljónum.
Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um stöðu faraldursins frá því í lok júlí.