Kanónur raftónlistar sameinast í Reykjavík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. janúar 2023 16:31 Tónlistarmaðurinn umru spilar á Prikinu annað kvöld en hann hefur meðal annars unnið með tónlistarkonunni Charli XCX. Instagram @umru Öllu verður til tjaldað á Prikinu annað kvöld þar sem viðburðurinn Super Soaker verður haldinn í samvinnu við listasamlagið Post-dreifingu. Er um að ræða tvíþætta tónlistarveislu en fyrra kvöldið fer fram á Prikinu á morgun og það síðara í kjallaranum á 12 Tónum laugardagskvöldið 28. janúar. Raftónlist og pólskur matur Fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram á Super Soaker, sem sérhæfa sig í raftónlist og hvers kyns afbrigðum hennar. Einnig verður sérstakt pólskt matar POP-up á efri hæð Priksins í höndum matarlista-hópsins BABCIA, sem þær Kosmonatka og Pola Sutryk fara fyrir. Af tónlistarfólkii ber að nefna BART, SODDILL, og RONJA, en þá einna helst tónlistarmanninn UMRU. Það verður mikið um að vera annað kvöld á Prikinu.Kosmonatka Vann með Charli XCX „UMRU kom eins og stormsveipur inn á plötusnúða og raftónlistarskapara senuna, en hann var aðeins 17 ára þegar hann kom að plötunni POP 2 með tónlistarkonunni Charli XCX. Hann hefur einnig unnið með Yung Kayo og Tommy Cash. UMRU er hreinn hvalreki fyrir unnendur raftónlistar og framúrstefnu popptónlistar,“ segir í fréttatilkynningu. Pussy Riot meðlimur með sóló verkefni Á laugardagskvöldinu verður einnig mikið um að vera en tónlistarkonan og Pussy Riot meðlimurinn Diana er í hópi tónlistarfólks sem kemur fram þá. Diana hefur verið virkur meðlimur Pussy Riot í mörg ár og kom nýlega fram á tveimur tónleikum með sveitinni hér á Íslandi sem var hluti af mótmæla tónleikaferðalagi þeirra, Riot Days. Á laugardag mun hún svo koma fram undir sólóverkefni sínu, Rosemary Loves a Blackberry, í fyrsta sinn í Reykjavík. Auk hennar koma fram MC Myasnoi, Flaaryr og Knackered. 28. janúar verður viðburðurinn haldinn á 12 tónum.Kosmonatka Post-dreifing, sem stendur á bak við Super Soaker, er listasamlag sem kemur að útgáfu og ýmsum viðburðum og hefur vakið athygli undanfarin ár hér í Reykjavík. „Þau misstu nýlega rýmið sitt í Skerjafirði sem borgin hafði skaffað þeim, vegna kvartana frá nábúum, og var það mjög umdeild ákvörðun að úthýsa þeim. Furðulegt í samhengi við að nýlega endurnýjar borgin ekki samstarf sitt við FÚSK, sjálfbæra listamenn sem höfðu komið sér fyrir í Gufunesi og héldu þar gríðarlegt magn af frábærum viðburðum,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Tónlist Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Raftónlist og pólskur matur Fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram á Super Soaker, sem sérhæfa sig í raftónlist og hvers kyns afbrigðum hennar. Einnig verður sérstakt pólskt matar POP-up á efri hæð Priksins í höndum matarlista-hópsins BABCIA, sem þær Kosmonatka og Pola Sutryk fara fyrir. Af tónlistarfólkii ber að nefna BART, SODDILL, og RONJA, en þá einna helst tónlistarmanninn UMRU. Það verður mikið um að vera annað kvöld á Prikinu.Kosmonatka Vann með Charli XCX „UMRU kom eins og stormsveipur inn á plötusnúða og raftónlistarskapara senuna, en hann var aðeins 17 ára þegar hann kom að plötunni POP 2 með tónlistarkonunni Charli XCX. Hann hefur einnig unnið með Yung Kayo og Tommy Cash. UMRU er hreinn hvalreki fyrir unnendur raftónlistar og framúrstefnu popptónlistar,“ segir í fréttatilkynningu. Pussy Riot meðlimur með sóló verkefni Á laugardagskvöldinu verður einnig mikið um að vera en tónlistarkonan og Pussy Riot meðlimurinn Diana er í hópi tónlistarfólks sem kemur fram þá. Diana hefur verið virkur meðlimur Pussy Riot í mörg ár og kom nýlega fram á tveimur tónleikum með sveitinni hér á Íslandi sem var hluti af mótmæla tónleikaferðalagi þeirra, Riot Days. Á laugardag mun hún svo koma fram undir sólóverkefni sínu, Rosemary Loves a Blackberry, í fyrsta sinn í Reykjavík. Auk hennar koma fram MC Myasnoi, Flaaryr og Knackered. 28. janúar verður viðburðurinn haldinn á 12 tónum.Kosmonatka Post-dreifing, sem stendur á bak við Super Soaker, er listasamlag sem kemur að útgáfu og ýmsum viðburðum og hefur vakið athygli undanfarin ár hér í Reykjavík. „Þau misstu nýlega rýmið sitt í Skerjafirði sem borgin hafði skaffað þeim, vegna kvartana frá nábúum, og var það mjög umdeild ákvörðun að úthýsa þeim. Furðulegt í samhengi við að nýlega endurnýjar borgin ekki samstarf sitt við FÚSK, sjálfbæra listamenn sem höfðu komið sér fyrir í Gufunesi og héldu þar gríðarlegt magn af frábærum viðburðum,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins.
Tónlist Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30