Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 19:43 Gísli Matthías Auðunsson er eigandi Slippsins og Næs. ívar fannar arnarsson Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“ Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“
Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15