Gunnhildur Yrsa var orðin þreytt en hlakkar til ævintýrisins með Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 23:31 Gunnhildur Yrsa er komin heim í Stjörnuna. Vísir Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og spilar með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar á komandi leiktíð. Hún lítur bjartsýnisaugum á framtíðina hér heima. „Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
„Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira