Snorri Barón um Söru: Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttur með liðsfélögum sínum í Miami þeim Katelin van Zyl og Victoria Campos. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir keppti á dögunum á sínu fyrsta stórmóti eftir vonbrigðin á síðasta tímabili og náði meðal annars sjötta sæti í einstaklingskeppninni á Wodapaloza mótinu í Miami. Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira