Enski boltinn

„Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Maguire í leik kvöldsins.
Harry Maguire í leik kvöldsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images

„Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

„Hann hefur gert það sem hann var keyptur til að gera. Hann er magnaður leikmaður. Þú vinnur ekki allt sem hann hefur unnið án þess að vera topp leikmaður,“ sagði Maguire um hinn brasilíska Casemiro en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Hann hefur bætt liðið, móralinn og frammistöður okkar.“

„Ég hef hugsað vel um mig, það eru tvær og hálf vika síðan ég byrjaði síðast leik. Ég hef lagt mikið á mig á æfingum. Þegar ég fæ tækifæri verð ég að taka það. Ég er tilbúinn þegar tækifærið kemur,“ sagði fyrirliðinn um takmarkaðan spilatíma sinn.

„Ég er 29 ára gamall og hef í raun ekki verið í þessari stöðu áður á mínum ferli mínum. Ég vil ekki verða of vanur því en þetta er hluti af fótbolta,“ sagði Maguire að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×