Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 19:15 Samninganefnd Eflingar villl að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa tekið misvel í þær heimsóknir. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vilja að ráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent. Héraðsdómur tekur beiðni sáttasemjara fyrir á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra varð við beiðni Eflingar að funda vegna stöðunnar í dag. Fundurinn átti að fara fram í fyrramálið en hefur nú verið frestað af ráðherra vegna fundar sem hann þarf að stýra í Kaupmannahöfn. „Við vonum og ætlumst til þess að ráðherra komi þeim skilaboðum áfram til ríkissáttasemjara að best sé að draga þessa miðlunartillögu einfaldlega til baka.“ Fram kemur í bréfi sem Sólveig sendi ráðherra í gærkvöldi að hann skuli ekki vanmeta Eflingu og þau viðbrögð sem Efling muni beina að stofnunum hins opinbera sem á þessu máli beri ábyrgð. Fagnar að verkalýðshreyfingin taki höndum saman Hvað meinarðu með þessu? „Mannkynssagan er auðvitað bara full af dæmum um það þegar jaðarsett fólk, sem valdastéttin hefur einhvern vegin komist upp með að halda úti í horni, rís upp og segir: Nei, við ætlum ekki að vera aftast í röðinni, við ætlum ekki að sætta okkur lengur við einhverja brauðmola frá ykkur heldur ætlum við að standa saman, berjast og vinna sigur.“ Annað kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Sólveig segir að verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fari samninganefnd að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag. Fari allt samkvæmt áætlun hefjist þau verkföll 14. febrúar. Ríkissáttasemjari hefur verið harðlega gagnrýndur úr öllum áttum fyrir að setja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. „Þegar vegið er að þessum réttindum með svona grófum hætti þá auðvitað rís hreyfingin upp og það er mikið fagnaðarefni að sjá það.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa tekið misvel í þær heimsóknir. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vilja að ráðherra beiti sér gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent. Héraðsdómur tekur beiðni sáttasemjara fyrir á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra varð við beiðni Eflingar að funda vegna stöðunnar í dag. Fundurinn átti að fara fram í fyrramálið en hefur nú verið frestað af ráðherra vegna fundar sem hann þarf að stýra í Kaupmannahöfn. „Við vonum og ætlumst til þess að ráðherra komi þeim skilaboðum áfram til ríkissáttasemjara að best sé að draga þessa miðlunartillögu einfaldlega til baka.“ Fram kemur í bréfi sem Sólveig sendi ráðherra í gærkvöldi að hann skuli ekki vanmeta Eflingu og þau viðbrögð sem Efling muni beina að stofnunum hins opinbera sem á þessu máli beri ábyrgð. Fagnar að verkalýðshreyfingin taki höndum saman Hvað meinarðu með þessu? „Mannkynssagan er auðvitað bara full af dæmum um það þegar jaðarsett fólk, sem valdastéttin hefur einhvern vegin komist upp með að halda úti í horni, rís upp og segir: Nei, við ætlum ekki að vera aftast í röðinni, við ætlum ekki að sætta okkur lengur við einhverja brauðmola frá ykkur heldur ætlum við að standa saman, berjast og vinna sigur.“ Annað kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Sólveig segir að verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fari samninganefnd að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag. Fari allt samkvæmt áætlun hefjist þau verkföll 14. febrúar. Ríkissáttasemjari hefur verið harðlega gagnrýndur úr öllum áttum fyrir að setja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. „Þegar vegið er að þessum réttindum með svona grófum hætti þá auðvitað rís hreyfingin upp og það er mikið fagnaðarefni að sjá það.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00
Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29. janúar 2023 15:38
Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59