„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Snorri Másson skrifar 30. janúar 2023 08:46 Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira