Sérfræðingar með sautján tillögur að úrbótum hjá Seðlabankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 14:29 Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann, sem var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum, og Pentti Hakkarainen sem var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira