Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 10:33 Íbúðin er afar falleg og með stórbrotnu útsýni frá veröndinni Getty/Santiago Felipe/Douglas Elliman Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30
Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30
Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00