Sáu eigin andardrátt frjósa og falla niður sem snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 17:31 Frá ævintýrinu á Langjökli. Aðsent Snemma á sunnudag héldu Davíð Goði Þorvarðarson, Alex Michael Green, Benjamin Hardman og Tucker Doss upp á Langjökul með það markmið að tjalda og gista yfir nótt á ísilögðu yfirborðinu. „Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent
Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning