Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“
Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.