Fótbolti

Jón Dagur og félagar töpuðu gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í OH Lauven eru án sigurs í belgísku deildinni í síðustu fjórum leikjum.
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í OH Lauven eru án sigurs í belgísku deildinni í síðustu fjórum leikjum. vísir/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í OH Leuven máttu þola 2-1 tap er liðið heimsótti botnlið belgísku úvarlsdeildarinnar, Seraing, í kvöld.

Jón Dagur lék allan leikinn fyrir Leuven úti á vinstri kanti, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Það voru heimamenn í Seraing sem tóku forysstuna strax á fimmtu mínútu leiksins áður en gestirnir í Leuven jöfnuðu metin stuttu fyrir hálfleikshléið.

Lengi vel leit út fyrir að 1-1 yrðu lokatölur leiksins, en heimamenn tryggðu sér sigurinn með marki þegar um fímm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Seraing sem lyfti sér upp af botni deildarinnar og er nú með 18 stig eftir 24 leiki. OH Leuven situr hins vegar í 11. sæti deildarinnar með 31 stig, en er án sigurs í seinustu fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×