Segir Kyrie Irving vera á leið til Doncic í Dallas Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 20:34 Kyrie Irving og Luka Doncic gætu orðið samherjar. Vísir/Getty Blaðamaðurinn Adrian Wojnarowkski greinir frá því á Twitter að stjörnuleikmaðurinn Kyrie Irving verði leikmaður Dallas Mavericks innan skamms. Adrian Wojnarowski er einn af virtustu blaðamönnunum sem fjalla um NBA-deildina í körfuknattleik og trúverðugleiki hans mikill. Hann skrifaði á Twitter fyrr í kvöld að Brooklyn Nets, núverandi vinnuveitendur Kyrie Irving, væru að skipta honum til Dallas Mavericks. The Nets are trading Kyrie Irving to the Mavericks, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) February 5, 2023 Skiptin koma töluvert á óvart enda hafa flestir talið að Irving yrði samherji LeBron James hjá Los Angeles Lakers en nú virðist allt stefna í að Irving og Luka Doncic fái að leika listir sínar saman. Irving óskaði eftir skiptum frá Nets á dögunum en hann hefur verið mikið í fréttunum á tímabilinu og oftar en ekki á neikvæðan hátt. Hann var meðal annars dæmdur í bann fyrir áramótin fyrir að dreifa gyðingahatri á Twitter-síðu sinni. Í kjölfarið sögðu fjölmargir styrktaraðilar upp samningum sínum við Irving. Adrian Wojnarowski segir að Brooklyn Nets hafi átt í viðræðum við Los Angeles Lakers um möguleg skipti en hafi valið samning við Dallas framyfir Lakers. Í skiptum Nets og Dallas Mavericks fara leikmennirnir Dorian Finney-Smith og Spencer Dinwiddie til Nets auk þess sem Mavericks gefa eftir valrétti í nýliðavali árið 2027 sem og árið 2029. Wojnarowski segir að forráðamenn Dallas hafi viljað aðra stjörnu við hlið Luka Doncic sem þeir fá svo sannarlega með því að krækja í Irving. The Nets-Mavericks talks accelerated on a trade today, sources said. The Lakers and Nets had several conversations on a potential deal, but Nets preferred Mavs' package -- getting back a point guard and wing to plug in now plus the future picks.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) February 5, 2023 NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Adrian Wojnarowski er einn af virtustu blaðamönnunum sem fjalla um NBA-deildina í körfuknattleik og trúverðugleiki hans mikill. Hann skrifaði á Twitter fyrr í kvöld að Brooklyn Nets, núverandi vinnuveitendur Kyrie Irving, væru að skipta honum til Dallas Mavericks. The Nets are trading Kyrie Irving to the Mavericks, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) February 5, 2023 Skiptin koma töluvert á óvart enda hafa flestir talið að Irving yrði samherji LeBron James hjá Los Angeles Lakers en nú virðist allt stefna í að Irving og Luka Doncic fái að leika listir sínar saman. Irving óskaði eftir skiptum frá Nets á dögunum en hann hefur verið mikið í fréttunum á tímabilinu og oftar en ekki á neikvæðan hátt. Hann var meðal annars dæmdur í bann fyrir áramótin fyrir að dreifa gyðingahatri á Twitter-síðu sinni. Í kjölfarið sögðu fjölmargir styrktaraðilar upp samningum sínum við Irving. Adrian Wojnarowski segir að Brooklyn Nets hafi átt í viðræðum við Los Angeles Lakers um möguleg skipti en hafi valið samning við Dallas framyfir Lakers. Í skiptum Nets og Dallas Mavericks fara leikmennirnir Dorian Finney-Smith og Spencer Dinwiddie til Nets auk þess sem Mavericks gefa eftir valrétti í nýliðavali árið 2027 sem og árið 2029. Wojnarowski segir að forráðamenn Dallas hafi viljað aðra stjörnu við hlið Luka Doncic sem þeir fá svo sannarlega með því að krækja í Irving. The Nets-Mavericks talks accelerated on a trade today, sources said. The Lakers and Nets had several conversations on a potential deal, but Nets preferred Mavs' package -- getting back a point guard and wing to plug in now plus the future picks.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) February 5, 2023
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira