Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 07:30 Hlé var gert á leiknum þegar LeBron James bætti stigametið og hann fékk að fagna með dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir framan aragrúa ljósmyndara. AP/Ashley Landis LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023 NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023
NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira