Nýtt Linsanity í uppsiglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 17:00 Cam Thomas hefur skorað samtals 134 stig í síðustu þremur leikjum Brooklyn Nets. getty/Al Bello Þótt augu flestra hafi verið á LeBron James var hann ekki sá eini sem sló met í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það gerði Cam Thomas, leikmaður Brooklyn Nets, líka. Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira