Nýtt Linsanity í uppsiglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 17:00 Cam Thomas hefur skorað samtals 134 stig í síðustu þremur leikjum Brooklyn Nets. getty/Al Bello Þótt augu flestra hafi verið á LeBron James var hann ekki sá eini sem sló met í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það gerði Cam Thomas, leikmaður Brooklyn Nets, líka. Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum