Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 13:46 Farið var með leikskólabarnið á sjúkrahús eftir að það setti nikótínpúða upp í sig. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“ Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“
Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira