Skrifaði undir risasamning en spilaði síðan fyrir fimm lið á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Russell Westbrook hefur spilað sinn síðasta leik með Los Angeles Lakers liðinu. AP/Godofredo A. Vásquez Russell Westbrook er enn á ný á flakki á milli liða í NBA deildinni í körfubolta eftir að Los Angeles Lakers skipti honum til Utah Jazz. Með þessum skiptum þá nær Westbrook því að spila fyrir fimm mismunandi félög eftir að hafa skrifað undir fimm ára risasamning við Oklahoma City Thunder árið 2017. Westbrook var þá nýkrýndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa fyrstur manna í 55 ár náð því að vera með þrennu að meðaltali í leik. Westbrook var með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali á 2016-17 tímabilinu með Thunder. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eftir tímabilið þá framlengdi Westbrook samning sinn um fimm ár og fyrir þessi fimm ár þá fékk hann 205 milljónir dollara eða 28,9 milljarða íslenskra króna. Samningurinn var frá og með 2018-19 tímabilinu og það tímabil spilaði hann með Oklahoma City Thunder. Síðan þá hefur Westbrook hins vegar flakkað á milli liða. Hann fór fyrst til Houston Rockets, þá til Washington Wizards, svo til Los Angeles Lakers og nú loksins til Utah Jazz. Þrátt fyrir að fá 47 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þetta tímabil, 6,6 milljarða íslenskra króna, þá kom hann inn af bekknum hjá Los Angeles Lakers. Westbrook var með 15,9 stig, 6,2 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali inn af bekknum á þessu tímabili. Hann spilaði 28,7 mínútur í leik en byrjaði bara 3 af 52 leikjum og þykir koma til greina sem besti sjötti leikmaður tímabilsins. Það fylgir því mikil áhætta að skrifa undir svona langa og stóra samninga við leikmenn og mál Westbrook verður eflaust notað sem víti til varnaðar um ókomna tíð. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Með þessum skiptum þá nær Westbrook því að spila fyrir fimm mismunandi félög eftir að hafa skrifað undir fimm ára risasamning við Oklahoma City Thunder árið 2017. Westbrook var þá nýkrýndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa fyrstur manna í 55 ár náð því að vera með þrennu að meðaltali í leik. Westbrook var með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali á 2016-17 tímabilinu með Thunder. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eftir tímabilið þá framlengdi Westbrook samning sinn um fimm ár og fyrir þessi fimm ár þá fékk hann 205 milljónir dollara eða 28,9 milljarða íslenskra króna. Samningurinn var frá og með 2018-19 tímabilinu og það tímabil spilaði hann með Oklahoma City Thunder. Síðan þá hefur Westbrook hins vegar flakkað á milli liða. Hann fór fyrst til Houston Rockets, þá til Washington Wizards, svo til Los Angeles Lakers og nú loksins til Utah Jazz. Þrátt fyrir að fá 47 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þetta tímabil, 6,6 milljarða íslenskra króna, þá kom hann inn af bekknum hjá Los Angeles Lakers. Westbrook var með 15,9 stig, 6,2 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali inn af bekknum á þessu tímabili. Hann spilaði 28,7 mínútur í leik en byrjaði bara 3 af 52 leikjum og þykir koma til greina sem besti sjötti leikmaður tímabilsins. Það fylgir því mikil áhætta að skrifa undir svona langa og stóra samninga við leikmenn og mál Westbrook verður eflaust notað sem víti til varnaðar um ókomna tíð.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum