Talið er öruggt að enn eigi staðfestum dauðsföllum eftir að fjölga á næstu dögum og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að full áhrif hamfarana séu enn ekki komin í ljós. Enn er fólk að finnast á lífi í rústunum en vonin um slíkt minnkar hinsvegar með hverjum klukkutímanum sem líður.
Afar kalt er í veðri á hamfarasvæðunum sem ógnar einnig þeim tugþúsundum sem nú eru án húsaskjóls. Erdogan Tyrklandsforseti kallaði atburðinn í ræðu í gærkvöldi mestu hamfarir aldarinnar. Sífellt bætist þó í hóp þeirra sem leggja björgunar og endurreisnarstarfi lið.
Alþjóðabankinn tilkynnti um það að Tyrkir muni fá tæpa 1,8 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð og um hundrað þúsund manns taka nú þátt í björgunaraðgerðunum.
Þar á meðal er hópur Íslendinga sem starfa í borginni Antakya sem varð sérstaklega illa úti í skjálftunum.