Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Pep stendur þétt við bakið á sínu fólki. Matt McNulty/Getty Images Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira