Bara tvö eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 20:01 Abdo og Jinan misstu alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum. Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira