Eiga opinberir starfsmenn að njóta ríkari réttarverndar í starfi? Erna Guðmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 08:30 Í umræðu um réttarvernd opinberra starfsmanna vaknar oft upp spurningin hvers vegna opinberum starfsmönnum er tryggð ríkari réttarvernd í samskiptum sínum við ríkið og sveitarfélögin sem vinnuveitendur en launþegar búa almennt við á almennum vinnumarkaði og hvort ekki sé komin tími á endurskoðun á þessu umhverfi. Án þess að hafa skoðun á því hvort og hvernig sú endurskoðun eigi að vera er mikilvægt að benda á að þar sem kveðið er á um réttindi starfsmanna hjá hinu opinbera þá er jafnframt kveðið á um skyldur. Í sérlögum er kveðið á um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en samið hefur verið um sambærileg ákvæði í kjarasamningum fyrir starfsfólk sveitarfélaga (með opinberum starfsmönnum hér er átt við ríkisstarfsmenn og starfsfólk sveitarfélaga en starfsmenn einstaka sjálfseignastofnana geta flokkast undir það að vera opinberir starfsmenn). Þau sem undir þetta regluverk heyra er skylt að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi, gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu, vera stundvís og gæta þagnarskyldu. Sérstök leiðbeiningaskylda hvílir á þeim ásamt skyldu til að hlýða löglegum fyrirmælum yfirmanna. Þá er opinberu starfsfólki skylt að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega upp að ákveðnu marki. Gerist opinber starfsmaður brotlegur við skyldur þær sem taldar eru upp hér að framan eða gerir eitthvað hvort sem er um að ræða í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við getur sú háttsemi varðað áminningu. Hjá ríkisstarfsmönnum og starfsfólki Reykjavíkurborgar nær áminningarskyldan einnig til óviðeigandi framkomu eða háttsemi starfsmanna utan vinnutíma. Háttsemi í frítíma getur því leitt til formlegrar áminningar og eftir atvikum mögulegs starfsmissis bæti starfsmaður ekki ráð sitt. Opinberum starfsmönnum er almennt skylt að hlíta breytingum á störfum og verksviði. Árið 2020 var lögum um almannavarnir tímabundið breytt vegna heimsfaraldurins (COVID-19). Kveðið var á um að það væri borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu, það væri heimilt að breyta tímabundið starfsskyldum þeirra og að flytja þá tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hefðu forgang á hættustundu m.a til þess að halda úti nauðsynlegri almannaþjónustu (Ákvæði þetta féll úr gildi 1. janúar 2021). Opinberir starfsmenn hafa verkfallsrétt en vegna skyldna opinberra aðila til að halda uppi lögbundinni þjónustu gagnvart almenningi er verkfallsréttur þeirra takmarkaður lögum samkvæmt. Reglur um verkföll opinberra starfsmanna eru strangari (eða þrengri) en reglur um verkföll á almennum vinnumarkaði. Á opinberum vinnumarkaði þarf a.m.k. helmingur þeirra félagsmanna sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að greiða atkvæði og meirihluti þeirra þarf til að samþykkja hana. Á almennum vinnumarkaði þarf aðeins fimmtungur að taka þátt nema um póstatkvæðagreiðslu sé að ræða. Þá skiptir fjöldinn ekki máli en meirihluti þeirra þarf að samþykkt verkfallsboðunina. Á opinberum vinnumarkaði ber að tilkynna ákvörðun um verkfall með minnst 15 sólarhringum áður en verkfall skal hefjast og tilkynna skal ákvörðunina til Ríkissáttasemjara ásamt þeim sem verkfallið beinist gegn skriflega og á sannarlegan hátt. Á almennum vinnumarkaði þarf einungis að tilkynna um verkfall með sjö daga fyrirvara og er ekki kveðið á um skriflegt form tilkynningar. Ákveðnir hópar opinberra starfsmanna eru undanskildir verkfallsheimild og fá því aldrei að fara í verkfall og eru sérstakir undanþágulistar yfir störf sem undanþegin eru verkfalli. Tilgangur listanna er að tryggja „nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu“ og koma í veg fyrir skaða. Ofangreind dæmi endurspegla vel þær ríku sem og íþyngjandi skyldur sem á opinberum starfsmönnum hvíla og kröfur sem gerðar eru til þeirra. Skyldur opinberra starfsmanna hafa iðulega verið nátengdar hagsmunum ríkis og sveitarfélaga. Sérstaða opinberra aðila sem vinnuveitanda og lögbundnar skyldur þeirra á ýmsum sviðum þjóðfélagsins hefur verið nefnd sem meginástæða fyrir því laga- og kjarasamningsumhverfi sem gildir um opinbera starfsmenn. Þessum reglum er ætlað að tryggja opinberum starfsmönnum ákveðna réttarvernd og koma í veg fyrir að niðurstöður starfsmannamála séu byggðar á ómálefnalegum sjónarmiðum og jafnvel geðþóttaákvörðunum. Þannig sé betur tryggt að starfsemi hins opinbera stuðli að réttaröryggi og stjórnfestu í starfsemi sinni. Þá hefur verið talið mikilvægt að opinber starfsmaður njóta sérstakrar verndar í starfi svo hann geti sinnt starfsskyldum sínum án þess að þurfa að óttast að þeir sem eru kosnir valdhafar á hverjum tíma beiti hann þrýstingi, eða reyni að losa sig við hann til að koma sínu stuðningsfólki að, telji þeir hann andsnúinn sér. Starfsmaður gæti jafnframt veigrað sér við að sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi af ótta við að hann verði látinn gjalda þess ef afstaða hans samrýmist ekki að öllu leyti vilja ráðamanna hverju sinni. Ofangreind rök eru kannski barn síns tíma og er öll umræða og endurskoðun á lögum og kjarasamningum í takt við breytta tíma, af hinu góða. Umræðan þarf hins vegar að vera upplýst og er þessi stutta, óformlega samantekt, sem er alls ekki tæmandi, liður í að benda á það sem oft gleymist í umræðunni. Þá skiptir máli hvað þeir aðilar sem koma til með að endurskoða laga- og kjarasamningaumhverfið vilja gera og hvort það sé vilji til þess að jafna yfir allan vinnumarkaðinn reglur sem gilda um verkföll, ráðningar og starfslok. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í vinnurétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um réttarvernd opinberra starfsmanna vaknar oft upp spurningin hvers vegna opinberum starfsmönnum er tryggð ríkari réttarvernd í samskiptum sínum við ríkið og sveitarfélögin sem vinnuveitendur en launþegar búa almennt við á almennum vinnumarkaði og hvort ekki sé komin tími á endurskoðun á þessu umhverfi. Án þess að hafa skoðun á því hvort og hvernig sú endurskoðun eigi að vera er mikilvægt að benda á að þar sem kveðið er á um réttindi starfsmanna hjá hinu opinbera þá er jafnframt kveðið á um skyldur. Í sérlögum er kveðið á um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en samið hefur verið um sambærileg ákvæði í kjarasamningum fyrir starfsfólk sveitarfélaga (með opinberum starfsmönnum hér er átt við ríkisstarfsmenn og starfsfólk sveitarfélaga en starfsmenn einstaka sjálfseignastofnana geta flokkast undir það að vera opinberir starfsmenn). Þau sem undir þetta regluverk heyra er skylt að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi, gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu, vera stundvís og gæta þagnarskyldu. Sérstök leiðbeiningaskylda hvílir á þeim ásamt skyldu til að hlýða löglegum fyrirmælum yfirmanna. Þá er opinberu starfsfólki skylt að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega upp að ákveðnu marki. Gerist opinber starfsmaður brotlegur við skyldur þær sem taldar eru upp hér að framan eða gerir eitthvað hvort sem er um að ræða í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við getur sú háttsemi varðað áminningu. Hjá ríkisstarfsmönnum og starfsfólki Reykjavíkurborgar nær áminningarskyldan einnig til óviðeigandi framkomu eða háttsemi starfsmanna utan vinnutíma. Háttsemi í frítíma getur því leitt til formlegrar áminningar og eftir atvikum mögulegs starfsmissis bæti starfsmaður ekki ráð sitt. Opinberum starfsmönnum er almennt skylt að hlíta breytingum á störfum og verksviði. Árið 2020 var lögum um almannavarnir tímabundið breytt vegna heimsfaraldurins (COVID-19). Kveðið var á um að það væri borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu, það væri heimilt að breyta tímabundið starfsskyldum þeirra og að flytja þá tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hefðu forgang á hættustundu m.a til þess að halda úti nauðsynlegri almannaþjónustu (Ákvæði þetta féll úr gildi 1. janúar 2021). Opinberir starfsmenn hafa verkfallsrétt en vegna skyldna opinberra aðila til að halda uppi lögbundinni þjónustu gagnvart almenningi er verkfallsréttur þeirra takmarkaður lögum samkvæmt. Reglur um verkföll opinberra starfsmanna eru strangari (eða þrengri) en reglur um verkföll á almennum vinnumarkaði. Á opinberum vinnumarkaði þarf a.m.k. helmingur þeirra félagsmanna sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að greiða atkvæði og meirihluti þeirra þarf til að samþykkja hana. Á almennum vinnumarkaði þarf aðeins fimmtungur að taka þátt nema um póstatkvæðagreiðslu sé að ræða. Þá skiptir fjöldinn ekki máli en meirihluti þeirra þarf að samþykkt verkfallsboðunina. Á opinberum vinnumarkaði ber að tilkynna ákvörðun um verkfall með minnst 15 sólarhringum áður en verkfall skal hefjast og tilkynna skal ákvörðunina til Ríkissáttasemjara ásamt þeim sem verkfallið beinist gegn skriflega og á sannarlegan hátt. Á almennum vinnumarkaði þarf einungis að tilkynna um verkfall með sjö daga fyrirvara og er ekki kveðið á um skriflegt form tilkynningar. Ákveðnir hópar opinberra starfsmanna eru undanskildir verkfallsheimild og fá því aldrei að fara í verkfall og eru sérstakir undanþágulistar yfir störf sem undanþegin eru verkfalli. Tilgangur listanna er að tryggja „nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu“ og koma í veg fyrir skaða. Ofangreind dæmi endurspegla vel þær ríku sem og íþyngjandi skyldur sem á opinberum starfsmönnum hvíla og kröfur sem gerðar eru til þeirra. Skyldur opinberra starfsmanna hafa iðulega verið nátengdar hagsmunum ríkis og sveitarfélaga. Sérstaða opinberra aðila sem vinnuveitanda og lögbundnar skyldur þeirra á ýmsum sviðum þjóðfélagsins hefur verið nefnd sem meginástæða fyrir því laga- og kjarasamningsumhverfi sem gildir um opinbera starfsmenn. Þessum reglum er ætlað að tryggja opinberum starfsmönnum ákveðna réttarvernd og koma í veg fyrir að niðurstöður starfsmannamála séu byggðar á ómálefnalegum sjónarmiðum og jafnvel geðþóttaákvörðunum. Þannig sé betur tryggt að starfsemi hins opinbera stuðli að réttaröryggi og stjórnfestu í starfsemi sinni. Þá hefur verið talið mikilvægt að opinber starfsmaður njóta sérstakrar verndar í starfi svo hann geti sinnt starfsskyldum sínum án þess að þurfa að óttast að þeir sem eru kosnir valdhafar á hverjum tíma beiti hann þrýstingi, eða reyni að losa sig við hann til að koma sínu stuðningsfólki að, telji þeir hann andsnúinn sér. Starfsmaður gæti jafnframt veigrað sér við að sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi af ótta við að hann verði látinn gjalda þess ef afstaða hans samrýmist ekki að öllu leyti vilja ráðamanna hverju sinni. Ofangreind rök eru kannski barn síns tíma og er öll umræða og endurskoðun á lögum og kjarasamningum í takt við breytta tíma, af hinu góða. Umræðan þarf hins vegar að vera upplýst og er þessi stutta, óformlega samantekt, sem er alls ekki tæmandi, liður í að benda á það sem oft gleymist í umræðunni. Þá skiptir máli hvað þeir aðilar sem koma til með að endurskoða laga- og kjarasamningaumhverfið vilja gera og hvort það sé vilji til þess að jafna yfir allan vinnumarkaðinn reglur sem gilda um verkföll, ráðningar og starfslok. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í vinnurétti.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar