Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna skein skært á Ofurskálinni í nótt og skartaði óléttubumbu í glæsilegum rauðum klæðnaði. Kevin Sabitus/Getty Images Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Rihanna opnaði atriði sitt með töffaralaginu Bitch Better Have My Money og endaði á kraftballöðunni Diamonds. Hún tók sína allra bestu smelli og minnti sannarlega á ómetanlega arfleifð sína í tónlistarheiminum. Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 2016 sem Rihanna kemur fram á tónleikum, fyrir utan framkomu á Grammy verðlaunahátíðinni 2018 þegar hún flutti lagið Wild Thoughts með DJ Khaled. Síðastliðin ár hefur hún aðallega einbeitt sér að tísku- og förðunarheiminum með merkinu FENTY. Aðdáendur Rihönnu hafa því löngum beðið eftir því að sjá hana syngja á sviði. Margir biðu spenntir eftir því að hún myndi mögulega tilkynna nýja plötu og tónleikaferðalag en í staðinn kom hún öllum á óvart með óléttubumbu. Tónleikaferðalag og nýtt efni verður því mögulega að bíða betri tíma en á meðan geta aðdáendur hlustað á alla þá smelli sem Rihanna hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Hún tók lög frá ólíkum tímabilum í lífi sínu en hér má sjá lagalistann hennar frá því í nótt: Bitch Better Have My Money, Where Have U Been, Only Girl In The World, We Found Love, S&M, Rude Boy, Kiss It Better, Work, Wild Thoughts, Pour It Up, All Of The Lights, Run This Town, Umbrella og að lokum Diamonds. Hún tók þó ekki nýja lagið sitt Lift Me Up úr kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever. Það kom út í október síðastliðnum og var þá fyrsta lagið sem hafði komið frá Rihönnu í sex ár. Rihanna tók öll lögin ein en var með hóp hvítklæddra dansara með sér á sviðinu. A$AP Rocky var að sjálfsögðu á svæðinu að hvetja sína konu áfram en sást til hans horfa upp til konunnar sinnar með aðdáunaraugum. Þau eiga nú von á barni númer tvö. ASAP Rocky watching Rihanna s SuperBowl performance pic.twitter.com/cm2oKcgmYR— RapTV (@Rap) February 13, 2023 Ofurskálin Hollywood Barnalán Tónlist Menning Tengdar fréttir Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Klippa: Hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Rihanna opnaði atriði sitt með töffaralaginu Bitch Better Have My Money og endaði á kraftballöðunni Diamonds. Hún tók sína allra bestu smelli og minnti sannarlega á ómetanlega arfleifð sína í tónlistarheiminum. Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 2016 sem Rihanna kemur fram á tónleikum, fyrir utan framkomu á Grammy verðlaunahátíðinni 2018 þegar hún flutti lagið Wild Thoughts með DJ Khaled. Síðastliðin ár hefur hún aðallega einbeitt sér að tísku- og förðunarheiminum með merkinu FENTY. Aðdáendur Rihönnu hafa því löngum beðið eftir því að sjá hana syngja á sviði. Margir biðu spenntir eftir því að hún myndi mögulega tilkynna nýja plötu og tónleikaferðalag en í staðinn kom hún öllum á óvart með óléttubumbu. Tónleikaferðalag og nýtt efni verður því mögulega að bíða betri tíma en á meðan geta aðdáendur hlustað á alla þá smelli sem Rihanna hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Hún tók lög frá ólíkum tímabilum í lífi sínu en hér má sjá lagalistann hennar frá því í nótt: Bitch Better Have My Money, Where Have U Been, Only Girl In The World, We Found Love, S&M, Rude Boy, Kiss It Better, Work, Wild Thoughts, Pour It Up, All Of The Lights, Run This Town, Umbrella og að lokum Diamonds. Hún tók þó ekki nýja lagið sitt Lift Me Up úr kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever. Það kom út í október síðastliðnum og var þá fyrsta lagið sem hafði komið frá Rihönnu í sex ár. Rihanna tók öll lögin ein en var með hóp hvítklæddra dansara með sér á sviðinu. A$AP Rocky var að sjálfsögðu á svæðinu að hvetja sína konu áfram en sást til hans horfa upp til konunnar sinnar með aðdáunaraugum. Þau eiga nú von á barni númer tvö. ASAP Rocky watching Rihanna s SuperBowl performance pic.twitter.com/cm2oKcgmYR— RapTV (@Rap) February 13, 2023
Ofurskálin Hollywood Barnalán Tónlist Menning Tengdar fréttir Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13. febrúar 2023 07:44
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01
Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 28. október 2022 14:01