Frá þessu segir í úrskurðum nefndarinnar frá fundi hennar í síðustu viku.
Nefndin samþykkti einnig beiðnir um eiginnöfnin Aisha (kvk.), Jóga (kvk.), Vega (kvk.), Marianne (kvk.), Myrkrún (kvk), Ganna (kvk), Adolph (kk) og Athen (kk).
Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. grein laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:
- Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
- Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
- Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
- Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.