Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 21:30 Ísleifur Eldur Illugason, jafnan þekktur sem Izleifur, var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag. Vísir/Vilhelm „Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum. „Þetta er fyrsta sóló skrefið mitt og lagið hefur verið til í um tvo mánuði. Ég er með plötu á leiðinni en þetta er fyrsti síngúllinn af henni.“ Hér má heyra lagið: Á eigin forsendum Hann segir það hafa tekið smá tíma að kýla á það að gefa út eigið efni án annarra. „Þetta hefur verið lengi að þróast en fyrsta sóló lagið mitt er fjögurra ára gamalt. Ég er því búinn að vera að taka upp sóló tónlist jafn lengi og ég hef verið í tónlist en aldrei gefið hana út. Ég tók þessu ekki alvarlega fyrr en í fyrra. Fyrst var þetta bara hobbý og ég var alltaf að pródúsera fyrir aðra.“ Ísleifur Eldur hefur undanfarin ár pródúserað fyrir ýmsa íslenska tónlistarmenn.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segir straumhvörf hafa átt sér stað fyrir nokkru síðan þegar hann gerði lag fyrir vin sinn, rapparann Daniil. „Þá gerði ég sóló lag sem ég sýndi Daniil og hann hoppaði á. Út frá því sá ég fyrir mér að geta líka gefið út sóló efni einn. Síðan þá er ég búinn að vera uppi í stúdíói á hverjum degi og núna er loksins komið eitthvað sem ég er sáttur með. Það er gott að taka þetta skref og gera þetta á mínum forsendum.“ Skrifar ekki texta fyrir fram Aðspurður hvað nýja lagið fjalli um segir Ísleifur: „Það fjallar um að vera fastur með stelpu á heilanum. Mér fannst gaman að gefa þetta út á Valentínusardaginn og brjóta líka upp þessa hefð að gefa alltaf út lag á föstudegi. Þetta er orkumikið hálfpartinn ástarlag sem einkennist af miklu fjör. Lagið er byggt á minni persónulegu reynslu en ég skrifa aldrei textana fyrir fram heldur freestyle-a þá og þeir koma beint út mómentinu.“ Izleifur skrifar textana sína aldrei fyrir fram.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segist því alltaf reyna að leyfa textunum að koma náttúrulega í flæðinu. Stundum heppnist það ótrúlega vel og stundum ekki. „Þetta er mín leið til að vinna, ég sest aldrei niður og skrifa texta en dett bara inn í upptöku flæði og eitthvað vibe.“ Þægilegt tjáningarform Blaðamaður spyr hann þá hvort tónlistin nýtist honum vel við að vinna úr tilfinningum. „Já, milljón prósent. Ég veit ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir tónlist og það er mjög þægilegt að ná að tjá mig á þennan hátt. Ég kem sjálfum mér oft á óvart, þegar maður dettur til dæmis inn í eitthvað zone. Þá koma stundum línur eða taktar sem sjokkera mig og koma mér á óvart. En það er alltaf dýpsti sannleikurinn sem kemur fram þegar maður reynir að hafa ekki of mikið fyrir þessu.“ Ísleifur Eldur notar tónlistina til að vinna úr tilfinningum.Erlingur Freyr Thoroddsen Upp og niður eins og lífið Ísleifur Eldur lýsir tónlistarstíl sínum sem mjög fjölbreyttum. „Hann er upp og niður eins og lífið getur verið. Á nýju plötunni verða sorgleg og einlæg lög, nokkur crazy partý lög og allt milli himins og jarðar. Þetta fer allt eftir því hvernig mér líður þegar ég er að semja. Platan er mjög einlæg og dark á sama tíma. Hún er allavega sönn. Það er stundum erfitt að vera hér á Íslandi og tónlistin mín á það því til að vera dark í takt við Anxiety City,“ segir Ísleifur að lokum og vísar hér í Reykjavík. Hér má finna allt efni Izleifs á Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er fyrsta sóló skrefið mitt og lagið hefur verið til í um tvo mánuði. Ég er með plötu á leiðinni en þetta er fyrsti síngúllinn af henni.“ Hér má heyra lagið: Á eigin forsendum Hann segir það hafa tekið smá tíma að kýla á það að gefa út eigið efni án annarra. „Þetta hefur verið lengi að þróast en fyrsta sóló lagið mitt er fjögurra ára gamalt. Ég er því búinn að vera að taka upp sóló tónlist jafn lengi og ég hef verið í tónlist en aldrei gefið hana út. Ég tók þessu ekki alvarlega fyrr en í fyrra. Fyrst var þetta bara hobbý og ég var alltaf að pródúsera fyrir aðra.“ Ísleifur Eldur hefur undanfarin ár pródúserað fyrir ýmsa íslenska tónlistarmenn.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segir straumhvörf hafa átt sér stað fyrir nokkru síðan þegar hann gerði lag fyrir vin sinn, rapparann Daniil. „Þá gerði ég sóló lag sem ég sýndi Daniil og hann hoppaði á. Út frá því sá ég fyrir mér að geta líka gefið út sóló efni einn. Síðan þá er ég búinn að vera uppi í stúdíói á hverjum degi og núna er loksins komið eitthvað sem ég er sáttur með. Það er gott að taka þetta skref og gera þetta á mínum forsendum.“ Skrifar ekki texta fyrir fram Aðspurður hvað nýja lagið fjalli um segir Ísleifur: „Það fjallar um að vera fastur með stelpu á heilanum. Mér fannst gaman að gefa þetta út á Valentínusardaginn og brjóta líka upp þessa hefð að gefa alltaf út lag á föstudegi. Þetta er orkumikið hálfpartinn ástarlag sem einkennist af miklu fjör. Lagið er byggt á minni persónulegu reynslu en ég skrifa aldrei textana fyrir fram heldur freestyle-a þá og þeir koma beint út mómentinu.“ Izleifur skrifar textana sína aldrei fyrir fram.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segist því alltaf reyna að leyfa textunum að koma náttúrulega í flæðinu. Stundum heppnist það ótrúlega vel og stundum ekki. „Þetta er mín leið til að vinna, ég sest aldrei niður og skrifa texta en dett bara inn í upptöku flæði og eitthvað vibe.“ Þægilegt tjáningarform Blaðamaður spyr hann þá hvort tónlistin nýtist honum vel við að vinna úr tilfinningum. „Já, milljón prósent. Ég veit ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir tónlist og það er mjög þægilegt að ná að tjá mig á þennan hátt. Ég kem sjálfum mér oft á óvart, þegar maður dettur til dæmis inn í eitthvað zone. Þá koma stundum línur eða taktar sem sjokkera mig og koma mér á óvart. En það er alltaf dýpsti sannleikurinn sem kemur fram þegar maður reynir að hafa ekki of mikið fyrir þessu.“ Ísleifur Eldur notar tónlistina til að vinna úr tilfinningum.Erlingur Freyr Thoroddsen Upp og niður eins og lífið Ísleifur Eldur lýsir tónlistarstíl sínum sem mjög fjölbreyttum. „Hann er upp og niður eins og lífið getur verið. Á nýju plötunni verða sorgleg og einlæg lög, nokkur crazy partý lög og allt milli himins og jarðar. Þetta fer allt eftir því hvernig mér líður þegar ég er að semja. Platan er mjög einlæg og dark á sama tíma. Hún er allavega sönn. Það er stundum erfitt að vera hér á Íslandi og tónlistin mín á það því til að vera dark í takt við Anxiety City,“ segir Ísleifur að lokum og vísar hér í Reykjavík. Hér má finna allt efni Izleifs á Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira