Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:51 Launin eru í engu samræmi við ábyrgðina, segir Félag íslenskra hjúkrunafræðinga. Vísir/Vilhelm Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira