„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 21:01 Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“ Neytendur Matur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, bílastæði og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“
Neytendur Matur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, bílastæði og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira