Tiger gaf Thomas túrtappa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 09:31 Það fór vel á með Tiger Woods og Justin Thomas á mótinu sem Tiger sjálfur heldur, The Genesis Invitational, í gær. Getty/Cliff Hawkins Tiger Woods olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum á fyrsta hring The Genesis Invitational mótsins í golfi. Gjöf sem hann gaf Justin Thomas á hringnum vakti þó mesta athygli. Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum. Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum.
Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti