18. umferð CS:GO | Dusty meistarar enn á ný Snorri Rafn Hallsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Eftir æsispennandi lokaumferð unnu Dusty Ljósleiðaradeildina í CS:GO á síðustu metrunum. Áður en seinna kvöldið í lokaumferðinni hófst var útlit fyrir að þrjú lið ættu möguleika á titlinum þar sem Atlantic, Dusty og Þór voru jöfn að stigum. Það breyttist þegar leikur Ármanns og Dusty frá því í upphafi árs var endurtekinn og með sigri þar hafði Dusty því tveggja stiga forskot á hin liðin og vegna innbyrðis viðureigna gat Þór ekki lengur komist í efsta sætið. Dusty lögðu Þór í lokaleiknum og tryggðu sér þar með titilinn enn eitt árið í röð. Leikir vikunnar Breiðablik 16 – 9 Fylkir Lokaumferðin hófst á viðureign Fylkis og Breiðabliks. Blikar höfðu yfirhöndina allan tímann og létu það ekki á sig fá þó Fylkir næði góðum opnunum heldur mættu þeim af krafti, þolinmæði og aga. Komust þeir þannig í 6–0 áður en Fylkir vann sína fyrstu lotu og juku forskotið enn frekar í fyrri hálfleiknum. Blikar voru þó orðnir kærulausir undir lokin og Fylkir minnkaði muninn í 11–4. Fylkismenn tengdu loks saman nokkrar lotur snemma í fyrri hálfleik en það var of seint í rassinn gripið og Breiðablik hafði betur. LAVA 19 – 16 Viðstöðu LAVA var mun betur undirbúið og léku samhæfðar um kortið en lið Viðstöðu í fyrri hálfleik. TripleG var yfirvegaður og Stalz raðaði inn fellunum til að tryggja LAVA gott forskot inn í síðari hálfleikinn 10–5. Vappinn virkaði ekki vel fyrir LAVA í seinni hálfleiknum en þá höfðu Blazter og félagar tekið við sér, náðu að jafna og komast yfir. LAVA var við það að tryggja sér sigurinn þegar Mozar7 jafnaði í síðustu lotu og því fór leikurinn í framlengingu. Þar var það J0n sem innsiglaði sigurinn fyrir LAVA. Ármann 5 – 16 FH Ármann hafði betur í hnífalotunni en leikmenn FH voru einkar lunknir í að spila úr erfiðum stöðum og brjótast í gegnum losaralega vörn Ármanns. FH náði því snemma mjög góðu forskoti og lauk fyrri hálfleiknum með 11 stig gegn 4. Í þeim síðari missti Ármann skammbyssulotuna frá sér en fjórföld fella frá Hundza þar sem hann beitti búnaði afar vel bætti upp fyrir það. En fleiri urðu stig Ármanns ekki og FH hafði öruggan sigur í leiknum. TEN5ION 14 – 16 Atlantic Atlantic varð að vinna TEN5ION til að eiga möguleika á að vinna deildina. TEN5ION vann fyrstu tvær loturnar en eftir að Atlantic komust í 3–2 höfðu þeir yfirhöndina. TEN5ION hleyptu þeim þó aldrei og langt frá sér og var staðan í hálfleik 8–7 fyrir Atlantic. Í síðari hálfleik gaf TEN5ION heldur betur í og tókst að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur. TEN5ION var þá komið í mjög góða stöðu, 14–10, en Atlantic tókst að vinna gríðarlega mikilvæga lotu til að halda sér inni í leiknum og sigla sigrinum heim. Þar sem Dusty hafði unnið Ármann í endurspiluðum leik sem fram fór á sama tíma voru úrslit deildarinnar þó ekki orðin ljós en Atlantic í ágætis stöðu. Dusty 16 – 7 Þór Lokaleikur tímabilsins var hálfgerður úrslitaleikur. Ynni Dusty myndi liðið sigra deildina en annars hreppti Atlantic titilinn. Dusty komust yfir 2–0 en Þórsarar jöfnuðu og náðu eins stigs forskoti. Dusty lét það ekki á sig fá og náði tökum á leiknum aftur og lék á snjallan hátt á mismunandi stöðum á kortinu. Þannig misstu Þórsarar Dusty fram úr sér um miðbik hálfleiksins og áttu varla afturkvæmt í leikinn á ný. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir Dusty og þó Þór minnkaði muninn í 12–7 áttu þeir aldrei almennilegan séns og sigldi sigrinum heim hratt og örugglega. Staðan Með tveimur sigrum á lokakvöldinu vann Dusty Ljósleiðaradeildina. Þar hafði leikurinn sem Dusty endurtók gegn Ármanni úrslitaáhrif, án stiganna úr honum hefðu Dusty og Atlantic verið jöfn og Atlantic með yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna. Atlantic þarf því að sætta sig við annað sætið og Þór það þriðja. Sigur FH á Ármanni skaut þeim upp í fjórða sætið og þar á eftir raða sér Ármann, LAVA og Breiðablik. Viðstöðu rekur lestina af þeim liðum sem ekki eiga á hættu að falla niður um deild, TEN5ION tekur þátt í umspili og Fylkir fellur beint niður. Ljósleiðaradeildinni er þá lokið þetta tímabilið. Eftir helgi fer fram umspil um sæti í forkeppni fyrir Blast mótið milli 4 efstu liðanna og Stórmeistaramótið fer fram í mars. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Breiðablik Dusty Þór Akureyri Ármann Fylkir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Áður en seinna kvöldið í lokaumferðinni hófst var útlit fyrir að þrjú lið ættu möguleika á titlinum þar sem Atlantic, Dusty og Þór voru jöfn að stigum. Það breyttist þegar leikur Ármanns og Dusty frá því í upphafi árs var endurtekinn og með sigri þar hafði Dusty því tveggja stiga forskot á hin liðin og vegna innbyrðis viðureigna gat Þór ekki lengur komist í efsta sætið. Dusty lögðu Þór í lokaleiknum og tryggðu sér þar með titilinn enn eitt árið í röð. Leikir vikunnar Breiðablik 16 – 9 Fylkir Lokaumferðin hófst á viðureign Fylkis og Breiðabliks. Blikar höfðu yfirhöndina allan tímann og létu það ekki á sig fá þó Fylkir næði góðum opnunum heldur mættu þeim af krafti, þolinmæði og aga. Komust þeir þannig í 6–0 áður en Fylkir vann sína fyrstu lotu og juku forskotið enn frekar í fyrri hálfleiknum. Blikar voru þó orðnir kærulausir undir lokin og Fylkir minnkaði muninn í 11–4. Fylkismenn tengdu loks saman nokkrar lotur snemma í fyrri hálfleik en það var of seint í rassinn gripið og Breiðablik hafði betur. LAVA 19 – 16 Viðstöðu LAVA var mun betur undirbúið og léku samhæfðar um kortið en lið Viðstöðu í fyrri hálfleik. TripleG var yfirvegaður og Stalz raðaði inn fellunum til að tryggja LAVA gott forskot inn í síðari hálfleikinn 10–5. Vappinn virkaði ekki vel fyrir LAVA í seinni hálfleiknum en þá höfðu Blazter og félagar tekið við sér, náðu að jafna og komast yfir. LAVA var við það að tryggja sér sigurinn þegar Mozar7 jafnaði í síðustu lotu og því fór leikurinn í framlengingu. Þar var það J0n sem innsiglaði sigurinn fyrir LAVA. Ármann 5 – 16 FH Ármann hafði betur í hnífalotunni en leikmenn FH voru einkar lunknir í að spila úr erfiðum stöðum og brjótast í gegnum losaralega vörn Ármanns. FH náði því snemma mjög góðu forskoti og lauk fyrri hálfleiknum með 11 stig gegn 4. Í þeim síðari missti Ármann skammbyssulotuna frá sér en fjórföld fella frá Hundza þar sem hann beitti búnaði afar vel bætti upp fyrir það. En fleiri urðu stig Ármanns ekki og FH hafði öruggan sigur í leiknum. TEN5ION 14 – 16 Atlantic Atlantic varð að vinna TEN5ION til að eiga möguleika á að vinna deildina. TEN5ION vann fyrstu tvær loturnar en eftir að Atlantic komust í 3–2 höfðu þeir yfirhöndina. TEN5ION hleyptu þeim þó aldrei og langt frá sér og var staðan í hálfleik 8–7 fyrir Atlantic. Í síðari hálfleik gaf TEN5ION heldur betur í og tókst að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur. TEN5ION var þá komið í mjög góða stöðu, 14–10, en Atlantic tókst að vinna gríðarlega mikilvæga lotu til að halda sér inni í leiknum og sigla sigrinum heim. Þar sem Dusty hafði unnið Ármann í endurspiluðum leik sem fram fór á sama tíma voru úrslit deildarinnar þó ekki orðin ljós en Atlantic í ágætis stöðu. Dusty 16 – 7 Þór Lokaleikur tímabilsins var hálfgerður úrslitaleikur. Ynni Dusty myndi liðið sigra deildina en annars hreppti Atlantic titilinn. Dusty komust yfir 2–0 en Þórsarar jöfnuðu og náðu eins stigs forskoti. Dusty lét það ekki á sig fá og náði tökum á leiknum aftur og lék á snjallan hátt á mismunandi stöðum á kortinu. Þannig misstu Þórsarar Dusty fram úr sér um miðbik hálfleiksins og áttu varla afturkvæmt í leikinn á ný. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir Dusty og þó Þór minnkaði muninn í 12–7 áttu þeir aldrei almennilegan séns og sigldi sigrinum heim hratt og örugglega. Staðan Með tveimur sigrum á lokakvöldinu vann Dusty Ljósleiðaradeildina. Þar hafði leikurinn sem Dusty endurtók gegn Ármanni úrslitaáhrif, án stiganna úr honum hefðu Dusty og Atlantic verið jöfn og Atlantic með yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna. Atlantic þarf því að sætta sig við annað sætið og Þór það þriðja. Sigur FH á Ármanni skaut þeim upp í fjórða sætið og þar á eftir raða sér Ármann, LAVA og Breiðablik. Viðstöðu rekur lestina af þeim liðum sem ekki eiga á hættu að falla niður um deild, TEN5ION tekur þátt í umspili og Fylkir fellur beint niður. Ljósleiðaradeildinni er þá lokið þetta tímabilið. Eftir helgi fer fram umspil um sæti í forkeppni fyrir Blast mótið milli 4 efstu liðanna og Stórmeistaramótið fer fram í mars.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Breiðablik Dusty Þór Akureyri Ármann Fylkir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti