Í byrjun nóvember síðasta árs var 24 miðlar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta eftir stutta og stormasama sögu. Kristjón Kormákur Guðjónsson var ritstjóri miðilsins, Guðbjarni Traustason framkvæmdastjóri félagsins og Sunna Rós Víðisdóttir stjórnarformaður þess. Samkvæmt fyrirtækjaskrá fóru þau með þriðjungseignarhlut hvert.
Miðillinn fór í loftið um miðjan október árið 2021. Í lok febrúar ársins 2022 birtu tveir starfsmenn félagsins grein á vefnum þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Upp frá því var vefurinn tekinn úr loftinu.
Þá vakti gríðarlega athygli í byrjun mars síðasta árs þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs. Það sagðist hann hafa gert vegna þess að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi tekið þátt í fjármögnun miðilsins með framlagi tuga milljóna króna..