Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 10:36 Þorvaldur tekur við viðurkenningunni. Getty/ Soeren Stache Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn. Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30