Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 14:36 Magnús Már ætlar að passa vel upp á myndina þegar hann fær hana aftur. Vísir/Aðsend/Facebook „Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana. Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“ Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“
Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira