Lét stamið ekki stöðva sig og fór í viðtal: „Elska að sjá þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 07:30 Ken Sema hefur leikið 14 landsleiki fyrir sænska landsliðið. Gareth Copley/Getty Images Svíinn Ken Sema hefur hlotið mikið lof í vikunni fyrir að fara í viðtal hjá félagsrás liðs síns, Watford. Hann hefur lítið farið í viðtöl á sínum ferli vegna málhelti. Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira