„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Ronaldo ósáttur. Rashford sést í bakgrunn en hann hefur verið magnaður eftir að sá fyrrnefndi fór. Stu Forster/Getty Images Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember. Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira