Hefur aldrei fundið fyrir fordómum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 21:00 Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. Vísir/Stína „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“ Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“
Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira