Nanna Bryndís sóló á Airwaves Máni Snær Þorláksson skrifar 22. febrúar 2023 13:06 Nanna Bryndís mun spila á Iceland Airwaves. Getty/Matt Jelonek Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi. Nanna gaf út sitt fyrsta sólólag í byrjun ársins, Godzilla. Lagið tók hún upp á heimili sínu í sveitinni ásamt Ragnari Þórhallssyni, sem er einn meðlima Of Monsters and Men, og Bjarna Þór Jenssyni, sem leikið hefur með hljómsveitinni á tónleikum. Auk Nönnu munu eftirfarandi koma fram á hátíðinni: Balming Tiger, Blondshell, Cassia, ClubDub, Daniil, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Kristin Sesselja, Kneecap, Lime Garden, Lón, Love'n'joy, Myrkvi, Neonme, Squid, The Goa Express, The Haunted Youth, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act. „Iceland Airwaves mun viðhalda hlutverki sínu sem lykilviðburður í kynningu á íslenskri tónlist með því að bjóða upp á sannkallaða íslenska tónlistarveislu í ár,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Mikið af íslensku tónlistarfólki stígur á svið á hátíðinni. Meðal annars Valdimar Guðmundsson, einn ástsælasti tónlistarmaður landsins. Hann er hluti af kántrískotna tríóinu Lón. Þá er einnig mikið af erlendum listamönnum sem munu koma fram. Þeir koma víða að, til dæmis frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Úkraínu, Belgíu, og Norður-Írlandi. „Iceland Airwaves, sem nýlega var krýnd besta innanhússtónlistarhátíðin á European Festival Awards 2022, heldur áfram að sanna orðspor sitt sem ein mest spennandi tónleikahátíð heims. Sérstaklega þegar kemur að upprennandi tónlistarfólki sem á framtíðina fyrir sér. Hátíðin mun, sem alltaf, fara fram í hjarta höfuðborgarinnar en búið er að staðfesta lykiltónleikastaði sem einkennt hafa hátíðina í gegnum árin, t.a.m. Listasafn Reykjavíkur, Gamla bíó, Iðnó, Fríkikjuna, Gaukinn og Húrra, en fleiri staðir verða tilkynntir er nær dregur hátíð.“ Hægt er að kynnast listamönnunum betur á lagalista hátíðarinnar á Spotify: Miðasala á hátíðina er hafin en miðana má nálgast á heimasíðu Iceland Airwaves. Airwaves Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nanna gaf út sitt fyrsta sólólag í byrjun ársins, Godzilla. Lagið tók hún upp á heimili sínu í sveitinni ásamt Ragnari Þórhallssyni, sem er einn meðlima Of Monsters and Men, og Bjarna Þór Jenssyni, sem leikið hefur með hljómsveitinni á tónleikum. Auk Nönnu munu eftirfarandi koma fram á hátíðinni: Balming Tiger, Blondshell, Cassia, ClubDub, Daniil, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Kristin Sesselja, Kneecap, Lime Garden, Lón, Love'n'joy, Myrkvi, Neonme, Squid, The Goa Express, The Haunted Youth, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act. „Iceland Airwaves mun viðhalda hlutverki sínu sem lykilviðburður í kynningu á íslenskri tónlist með því að bjóða upp á sannkallaða íslenska tónlistarveislu í ár,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Mikið af íslensku tónlistarfólki stígur á svið á hátíðinni. Meðal annars Valdimar Guðmundsson, einn ástsælasti tónlistarmaður landsins. Hann er hluti af kántrískotna tríóinu Lón. Þá er einnig mikið af erlendum listamönnum sem munu koma fram. Þeir koma víða að, til dæmis frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Úkraínu, Belgíu, og Norður-Írlandi. „Iceland Airwaves, sem nýlega var krýnd besta innanhússtónlistarhátíðin á European Festival Awards 2022, heldur áfram að sanna orðspor sitt sem ein mest spennandi tónleikahátíð heims. Sérstaklega þegar kemur að upprennandi tónlistarfólki sem á framtíðina fyrir sér. Hátíðin mun, sem alltaf, fara fram í hjarta höfuðborgarinnar en búið er að staðfesta lykiltónleikastaði sem einkennt hafa hátíðina í gegnum árin, t.a.m. Listasafn Reykjavíkur, Gamla bíó, Iðnó, Fríkikjuna, Gaukinn og Húrra, en fleiri staðir verða tilkynntir er nær dregur hátíð.“ Hægt er að kynnast listamönnunum betur á lagalista hátíðarinnar á Spotify: Miðasala á hátíðina er hafin en miðana má nálgast á heimasíðu Iceland Airwaves.
Airwaves Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30