Fjarðarheiðargöng fyrir fáa? Þröstur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 14:01 Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Byggðamál Samgöngur Fjarðabyggð Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar