Kolefnisspor Landsvirkjunar minnkað um sextíu prósent Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 14:57 Landsvirkjun áætlar að hún hafi forðað losun á um 2,6 milljónum tonna af koltvísýringsígildum með framleiðslu sinni á grænni orku í fyrra. Vísir/Vilhelm Losun Landsvirkjunar á gróðurhúsalofttegundum hefur dregist saman um sextíu prósent frá 2008. Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um tvö prósent á milli ára í fyrra en kolefnisspor fyrirtækisins stækkaði lítillega á milli ára. Landsvirkjun sett met í orkuvinnslu í fyrra en hún nam 14,8 teravattstundum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja einingu orku sem fyrirtækið framleiddi nam 3,5 grömmum af koltvísýringsígildum á kílóvattstund. Það var samdráttur um tvö prósent á milli ára, að því er kemur fram í ársskýrslu Landsvirkjunar sem var birt í dag. Alls telur Landsvirkjun sig hafa komið í veg fyrir losun á rúmlega 2,6 milljónum tonna koltvísýrings í fyrra borið saman við ef orka sem viðskiptavinir fyrirtækisins nýta væri framleidd með stærra kolefnisspori. Kolefnisspor fyrirtækisins var tæp 17.000 tonn af koltvísýringsígildum og hækkaði aðeins á milli ára. Orsökin var aukin vinnsla á jarðvarma vegna aukinar eftirspurna raforku og lágrar vatnsstöðu í lónum fyrri hluta ársins. Fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 og að hætta alfarið að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030. Losun þess vegna bruna eldsneytis dróst saman um fjórtán prósent á milli ára en það segist vinna markvisst að orkuskiptum í bíla- og tækjaflota sínum. Sagt var frá því fyrr í vikunni að afkoma Landsvirkjunar hafi verið betri í fyrra en nokkru sinni áður. Hagnaður fyrirtækisins hafi numið tæpum 45 milljörðum króna. Stjórn þess ætlar að leggja til að hluthöfum verði greiddir um tuttugu milljarða króna í arð. Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Landsvirkjun sett met í orkuvinnslu í fyrra en hún nam 14,8 teravattstundum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja einingu orku sem fyrirtækið framleiddi nam 3,5 grömmum af koltvísýringsígildum á kílóvattstund. Það var samdráttur um tvö prósent á milli ára, að því er kemur fram í ársskýrslu Landsvirkjunar sem var birt í dag. Alls telur Landsvirkjun sig hafa komið í veg fyrir losun á rúmlega 2,6 milljónum tonna koltvísýrings í fyrra borið saman við ef orka sem viðskiptavinir fyrirtækisins nýta væri framleidd með stærra kolefnisspori. Kolefnisspor fyrirtækisins var tæp 17.000 tonn af koltvísýringsígildum og hækkaði aðeins á milli ára. Orsökin var aukin vinnsla á jarðvarma vegna aukinar eftirspurna raforku og lágrar vatnsstöðu í lónum fyrri hluta ársins. Fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 og að hætta alfarið að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030. Losun þess vegna bruna eldsneytis dróst saman um fjórtán prósent á milli ára en það segist vinna markvisst að orkuskiptum í bíla- og tækjaflota sínum. Sagt var frá því fyrr í vikunni að afkoma Landsvirkjunar hafi verið betri í fyrra en nokkru sinni áður. Hagnaður fyrirtækisins hafi numið tæpum 45 milljörðum króna. Stjórn þess ætlar að leggja til að hluthöfum verði greiddir um tuttugu milljarða króna í arð.
Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira