Svíar og Norðmenn einoka verðlaunasætin á heimsmeistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 21:30 Simen Kruger fagnar þegar hann kemur í mark í 30 km göngunni í dag. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer nú fram í Planica í Slóveníu. Eftir fyrstu keppnisgreinarnar hafa nágrannaþjóðirnar Norðmenn og Svíar svo gott sem einokað verðlaunasætin. Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall. Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira