Hana langar að minnka við sig og minnka húsnæðislánin með því að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún fékk Sirrý vinkonu sína til að aðstoða sig við að skoða þrjár íbúðir á Selfossi og það er Guðmunda á fasteignasölunni Gimli sem tók á móti þeim. Selfoss er í mikilli uppbyggingu og því var spennandi að sjá hvaða eign varð fyrir valinu.
Fyrsta eignin sem Fríða skoðaði var í Víkurmóum 2 á Selfossi en allar eignirnar sem Fríða skoðaði voru í sama fjölbýlishúsinu. Fyrsta eignin á jarðhæð, tæplega áttatíu fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þar var einnig fallegur sólpallur og verðið 48 milljónir.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.