Ten Hag: Fernu-tal er bara fyrir stuðningsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 15:01 Erik ten Hag lyfti hér enska deildabikarnum eftir sigur Manchester United á Newcastle United á Wembley um síðustu helgi. Getty/James Gill Manchester United hefur þegar unnið einn titil á tímabilinu og getur enn bætt við þremur til viðbótar. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag talaði (eða talaði ekki) um mögulegt fernutímabil á blaðamannafundi fyrir bikarleik á móti West Ham í kvöld. Erik ten Hag s Manchester United stats since joining: 40 games: 29 W, 5 D, 6 L 77 goals 38 conceded 72.5% win percentage League Cup won 3rd in PL Still in UEL, FA Cup pic.twitter.com/NjCVDJ9vID— B/R Football (@brfootball) February 27, 2023 United liðið er í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og átta stigum frá toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn á móti West Ham í kvöld er síðan í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Ten Hag segist ekki einu sinni hafa hugsað um möguleikann á því að vinna alla fjóra bikarana á þessu tímabili. „Það tal er bara fyrir stuðningsmennina,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundinum. „Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og það er það eina sem við erum að gera,“ sagði Ten Hag. „Núna erum við búnir að tala í tíu mínútur og ég hef ekki heyra eitt orð um West Ham. Ég hélt að þetta væri blaðamannafundur fyrir leik á móti West Ham og það er því það eina sem við ættum að tala um,“ sagði Ten Hag. „Við þurfum ekki að tala um titla. Við þurfum að tala um West Ham United, því það er leikurinn sem bíður okkar á morgun (í kvöld),“ sagði Ten Hag. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Erik ten Hag has welcomed #MUFC s relentless schedule - by insisting nothing infuses ambitious players with energy like the pursuit of multiple trophies https://t.co/VayDJVkJMD— James Ducker (@TelegraphDucker) March 1, 2023 United gæti þurft að spila 65 leiki á tímabilinu ef liðið kemst í báða úrslitaleikina í enska bikarnum og Evrópudeildinni en liðið spilaði átta leiki í febrúar. Hollenski stjórinn lítur hins jákvæðum en ekki neikvæðum augum á það að spila svona marga leiki. „Mín reynsla frá Ajax segir mér það að þegar við duttum út úr Evrópukeppninni þá duttu gæðin niður og þegar þú ert í Evrópukeppninni þá gefur það liðinu orku. Hingað til hefur okkur gengið vel að vinna með leikjaálagið og ég tel að við getum haldið því áfram út tímabilið,“ sagði Ten Hag. You can t just go past this picture without liking it. - PHOTO OF THE DAY! pic.twitter.com/xwQWtzT5Lr— (@TenHagBall_) February 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag talaði (eða talaði ekki) um mögulegt fernutímabil á blaðamannafundi fyrir bikarleik á móti West Ham í kvöld. Erik ten Hag s Manchester United stats since joining: 40 games: 29 W, 5 D, 6 L 77 goals 38 conceded 72.5% win percentage League Cup won 3rd in PL Still in UEL, FA Cup pic.twitter.com/NjCVDJ9vID— B/R Football (@brfootball) February 27, 2023 United liðið er í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og átta stigum frá toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn á móti West Ham í kvöld er síðan í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Ten Hag segist ekki einu sinni hafa hugsað um möguleikann á því að vinna alla fjóra bikarana á þessu tímabili. „Það tal er bara fyrir stuðningsmennina,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundinum. „Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og það er það eina sem við erum að gera,“ sagði Ten Hag. „Núna erum við búnir að tala í tíu mínútur og ég hef ekki heyra eitt orð um West Ham. Ég hélt að þetta væri blaðamannafundur fyrir leik á móti West Ham og það er því það eina sem við ættum að tala um,“ sagði Ten Hag. „Við þurfum ekki að tala um titla. Við þurfum að tala um West Ham United, því það er leikurinn sem bíður okkar á morgun (í kvöld),“ sagði Ten Hag. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Erik ten Hag has welcomed #MUFC s relentless schedule - by insisting nothing infuses ambitious players with energy like the pursuit of multiple trophies https://t.co/VayDJVkJMD— James Ducker (@TelegraphDucker) March 1, 2023 United gæti þurft að spila 65 leiki á tímabilinu ef liðið kemst í báða úrslitaleikina í enska bikarnum og Evrópudeildinni en liðið spilaði átta leiki í febrúar. Hollenski stjórinn lítur hins jákvæðum en ekki neikvæðum augum á það að spila svona marga leiki. „Mín reynsla frá Ajax segir mér það að þegar við duttum út úr Evrópukeppninni þá duttu gæðin niður og þegar þú ert í Evrópukeppninni þá gefur það liðinu orku. Hingað til hefur okkur gengið vel að vinna með leikjaálagið og ég tel að við getum haldið því áfram út tímabilið,“ sagði Ten Hag. You can t just go past this picture without liking it. - PHOTO OF THE DAY! pic.twitter.com/xwQWtzT5Lr— (@TenHagBall_) February 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira