Miklu hraðari MacBook Pro með M2 Pro og M2 Max Epli 2. mars 2023 10:01 Apple hefur uppfært MacBook Pro 14 og MacBook Pro 16 fartölvurnar Apple M2 örgjörvarnir eru sex sinnum hraðari en Intel örgjörvarnir sem voru í MacBook Pro áður Apple hefur uppfært MacBook Pro 14 og MacBook Pro 16 fartölvurnar með M2 örgjörvum: M2 Pro og M2 Max. M2 örgjörvarnir eru sex sinnum hraðari en Intel örgjörvarnir sem Apple notaði í fyrri útgáfur MacBook Pro. MacBook Pro býður nú upp á allt að 96 GB af minni og 8 TB af plássi. Þetta eru fartölvur sem staðist snúning við borðtölvur í afköstum. MacBook Pro 14 og 16 tommu fá hraðauppfærslu Allt að 22 klukkutíma rafhlöðuending M2 er næsta kynslóð örgjörva Apple sem byggir á nýrri 5 nanómetra framleiðslutækni sem skilar auknum afköstum og betri nýtingu rafmagns. Nú eru fjórir orkusparandi örgjörvaeiningar í stað tveggja og nær rafhlaðan því allt að 22 klukkutíma endingu við bestu aðstæður án þess að fórna afköstum. MacBook Pro dregur aldrei úr afköstum sínum, ekki einu sinni þegar hún er tekin úr sambandi nema þegar þú viljandi setur rafhlöðuna á Low Power stillinguna til að teygja úr endingunni. Í mun betra bandi MacBook Pro er í mun betra sambandi en áður með uppfærðum tengjum og tækni. Fartölvurnar geta nú tengst 8K skjám á 60Hz tíðni og 4K skjám á 240Hz tíðni með HDMI 2.1 tenginu. Þráðlaust net er uppfært í WiFi 6e sem bætir við sig 6Ghz sem er tvöfalt hraðari en fyrri kynslóð af WiFi. Vefmyndavélin er skarpari og bjartari jafnvel þó linsan sé sú sama, en það er ISP-kubbi á M2 örgjörvanum að þakka. Magsafe 3 er segulmagnað hleðslutengi sem slítur sig frá tölvunni þegar það hleypur á snærið. Afköst sem spara þér sporin M2 kemur í tveimur útgáfum: M2 Pro og M2 Max M2 kemur í tveimur útgáfum: M2 Pro og M2 Max. M2 Pro er með 10 eða 12 kjarna reiknikjarna sem eru 20% hraðari en M1 Pro. Minnishraði er 200 GB/sekúndu, sem er tvöfalt á við M2 örgjörvann sem er að finna í MacBook Air 2022. M2 Pro er með 16 eða 32 GB af vinnsluminni og allt að 19 skjákjarna fyrir grafíska vinnslu sem auka afköst um 30% milli kynslóða. Gervigreindarörgjörvar M2 Pro (e. neural engine) er 40% hraðari á milli kynslóða sem flýtir fyrir myndbandagreiningu og myndvinnslu. Margmiðlunareining M2 Pro (e. media engine) styttir þér sporin við mynd- og myndbandavinnslu og forritun í Xcode. Miðað við síðustu Intel-fartölvu frá Apple þá er myndbandsvinnsla í Motion 80% hraðari, myndvinnsla í Adobe Photoshop er 80% hraðari og er Xcode 2,5 sinnum hraðari. M2 Pro getur boðið upp á 32 GB vinnsluminni, 12 reiknikjarna og 19 skjákjarna. MacBook Pro nær nýjum hæðum með M2 Max: allt að 96 GB vinnsluminni, 38 skjákjarnar og 400 GB/sekúndu minnishraða. M2 Max er 20% hraðari en M1 Max og eru skjákjarnarnir 30% hraðari. Miðað við síðustu Intel-fartölvu frá Apple þá er brelluvinnsla í Cinema 4D 80% hraðari og litvinnsla í DaVinci Resolve er tvöfalt hraðari. M2 Pro og M2 max styðja ProRes-flýtivinnslu sem auðveldar myndbandsvinnslu. Tvær stærðir, tveir litir MacBook Pro kemur í tveimur stærðum: 14” og 16”. MacBook Pro 14 hentar vel þeim sem eru mikið á ferðinni eða þurfa að ferðast vegna vinnu. Skjárinn er aðeins minni, eða 14 tommur, og rafhlaðan dregur aðeins minna eða 18 klukkutíma við bestu mögulegu aðstæður. Þó tölvan sé aðeins minni, getur hún fengið sama afl og stærri tölvan: M2 Max með 96 GB minni og 8 TB pláss. MacBook Pro 16 er aðeins stærri, þyngri og dregur rafhlaðan aðeins lengra. Hún hentar þeim sem vilja fá það allra mesta úr sinni tölvu. Tölvurnar koma í silfur eða dökkgráum litum og hægt er að skoða þær í verslunum Epli í Smáralind og á Laugavegi. Tvær stærðir eru í boði: 14 og 16 tommu skjáir. Tækni Apple Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Apple hefur uppfært MacBook Pro 14 og MacBook Pro 16 fartölvurnar með M2 örgjörvum: M2 Pro og M2 Max. M2 örgjörvarnir eru sex sinnum hraðari en Intel örgjörvarnir sem Apple notaði í fyrri útgáfur MacBook Pro. MacBook Pro býður nú upp á allt að 96 GB af minni og 8 TB af plássi. Þetta eru fartölvur sem staðist snúning við borðtölvur í afköstum. MacBook Pro 14 og 16 tommu fá hraðauppfærslu Allt að 22 klukkutíma rafhlöðuending M2 er næsta kynslóð örgjörva Apple sem byggir á nýrri 5 nanómetra framleiðslutækni sem skilar auknum afköstum og betri nýtingu rafmagns. Nú eru fjórir orkusparandi örgjörvaeiningar í stað tveggja og nær rafhlaðan því allt að 22 klukkutíma endingu við bestu aðstæður án þess að fórna afköstum. MacBook Pro dregur aldrei úr afköstum sínum, ekki einu sinni þegar hún er tekin úr sambandi nema þegar þú viljandi setur rafhlöðuna á Low Power stillinguna til að teygja úr endingunni. Í mun betra bandi MacBook Pro er í mun betra sambandi en áður með uppfærðum tengjum og tækni. Fartölvurnar geta nú tengst 8K skjám á 60Hz tíðni og 4K skjám á 240Hz tíðni með HDMI 2.1 tenginu. Þráðlaust net er uppfært í WiFi 6e sem bætir við sig 6Ghz sem er tvöfalt hraðari en fyrri kynslóð af WiFi. Vefmyndavélin er skarpari og bjartari jafnvel þó linsan sé sú sama, en það er ISP-kubbi á M2 örgjörvanum að þakka. Magsafe 3 er segulmagnað hleðslutengi sem slítur sig frá tölvunni þegar það hleypur á snærið. Afköst sem spara þér sporin M2 kemur í tveimur útgáfum: M2 Pro og M2 Max M2 kemur í tveimur útgáfum: M2 Pro og M2 Max. M2 Pro er með 10 eða 12 kjarna reiknikjarna sem eru 20% hraðari en M1 Pro. Minnishraði er 200 GB/sekúndu, sem er tvöfalt á við M2 örgjörvann sem er að finna í MacBook Air 2022. M2 Pro er með 16 eða 32 GB af vinnsluminni og allt að 19 skjákjarna fyrir grafíska vinnslu sem auka afköst um 30% milli kynslóða. Gervigreindarörgjörvar M2 Pro (e. neural engine) er 40% hraðari á milli kynslóða sem flýtir fyrir myndbandagreiningu og myndvinnslu. Margmiðlunareining M2 Pro (e. media engine) styttir þér sporin við mynd- og myndbandavinnslu og forritun í Xcode. Miðað við síðustu Intel-fartölvu frá Apple þá er myndbandsvinnsla í Motion 80% hraðari, myndvinnsla í Adobe Photoshop er 80% hraðari og er Xcode 2,5 sinnum hraðari. M2 Pro getur boðið upp á 32 GB vinnsluminni, 12 reiknikjarna og 19 skjákjarna. MacBook Pro nær nýjum hæðum með M2 Max: allt að 96 GB vinnsluminni, 38 skjákjarnar og 400 GB/sekúndu minnishraða. M2 Max er 20% hraðari en M1 Max og eru skjákjarnarnir 30% hraðari. Miðað við síðustu Intel-fartölvu frá Apple þá er brelluvinnsla í Cinema 4D 80% hraðari og litvinnsla í DaVinci Resolve er tvöfalt hraðari. M2 Pro og M2 max styðja ProRes-flýtivinnslu sem auðveldar myndbandsvinnslu. Tvær stærðir, tveir litir MacBook Pro kemur í tveimur stærðum: 14” og 16”. MacBook Pro 14 hentar vel þeim sem eru mikið á ferðinni eða þurfa að ferðast vegna vinnu. Skjárinn er aðeins minni, eða 14 tommur, og rafhlaðan dregur aðeins minna eða 18 klukkutíma við bestu mögulegu aðstæður. Þó tölvan sé aðeins minni, getur hún fengið sama afl og stærri tölvan: M2 Max með 96 GB minni og 8 TB pláss. MacBook Pro 16 er aðeins stærri, þyngri og dregur rafhlaðan aðeins lengra. Hún hentar þeim sem vilja fá það allra mesta úr sinni tölvu. Tölvurnar koma í silfur eða dökkgráum litum og hægt er að skoða þær í verslunum Epli í Smáralind og á Laugavegi. Tvær stærðir eru í boði: 14 og 16 tommu skjáir.
Tækni Apple Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira