Dalic hefur gert frábæra hluti með króatíska landsliðið síðan að hann tók við liðinu árið 2017 en liðið fór í úrslitaleikinn á HM 2018 í Rússlandi, vann bronsverðlaun á HM í Katar 2022 og komst í undanúrslit í Þjóðadeildinni 2022-23.
Zlatko Dalic, decidió no votar en los premios de FIFA y pide más respeto para Croacia
— Diario AS (@diarioas) February 28, 2023
Cuestiona el arbitraje del Mundial y especialmente ante Argentina
@alberpsierrahttps://t.co/SgiaA0r4Uo
Króatía tapaði í undanúrslitum á HM í Katar í desember á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu.
Spænska blaðið Diario AS segir að Zlatko Dalic hafi ákveðið að mótmæla með því að neita að greiða atkvæði í kosningu FIFA á besta leikmanni heims. Allir landsliðsþjálfarar greiða þar atkvæði ásamt landsliðsfyrirliðum.
Dalic tekur að króatíska landsliðið eigi meiri virðingu skilið miðað við árangur liðsins síðustu ár.
„Ég er mjög vonsvikinn með viðhorf FIFA gagnvart króatíska landsliðinu. Ég trúi því að miðað við allt sem við höfum afrekað þá eigum við meiri virðingu skilið en við höfum fengið,“ sagði Zlatko Dalic við AS.
„Við höfum komist í fyrirsagnir út um allan heim. Við unnum Brasilíu, besta liðið í heimi, og erum ásamt Frakklandi eina þjóðin sem hefur unnið verðlaun á síðustu tveimur heimsmeistaramótum,“ sagði Dalic.
„Á síðasta ári unnum við Frakka í París, Dani í Kaupmannahöfn og sendum líka bæði Brasilíu og Belgíu heim af HM. Í síðustu 23 leikjum frá EM 2020 þá höfum við aðeins tapað tvisvar,“ sagði Dalic.
Luka Modric var eini króatíski landsliðsmaðurinn sem var meðal þeirra fjórtán sem voru tilnefndir í ár.
Dalic segir að litið hafi verið framhjá mönnum eins og þeim Mateo Kovacic og Josko Gvardiol.
Lionel Messi var kosinn besti leikmaður heims.