Sólveig hoppaði upp fyrir Þuríði Erlu, Söru Sigmunds og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir átti fína viku á CrossFit Open og tókst að hækka sig mikið á listanum. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir stóð sig vel í annarri viku The Open og naut sín greinilega vel við hlið reynsluboltanna Anníe Mistar Þórisdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira