Erfitt fyrir Katrínu forsætisráðherra að búa með Man. United aðdáendum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 09:30 Katrín Jakobsdóttir heldur með Liverpool og er mikill aðdáandi Jürgen Klopp. Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er mikill stuðningsmaður Liverpool og hefur ekkert farið leynt með það. Hún ræddi Liverpool og slakt tímabil liðsins í Bítinu á Bylgjunni. Skelfileg byrjun á nýju ár með algjöru bitleysi fram á við varð til þess að Liverpool liðið var allt í einu komið á óvenjulegar slóðir um miðja deild, mjög langt frá titilbaráttunni þar sem félagið hafði verið undanfarin ár. Liverpool liðið datt líka mjög snemma úr enska bikarnum og enska deildabikarnum en liðið vann þessar keppnir á síðasta tímabili. Þá er liðið nánast úr leik í Meistaradeildinni eftir 5-2 tap á móti Real Madrid á heimavelli í sextán liða úrslitunum. Katrín var spurð út í Liverpool í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Liverpool menn nálguðust aðeins Meistaradeildarsæti með 2-0 sigri á Úlfunum í gær. „Það er aldrei öll von úti. Þegar fólk spyr mig af hverju ég held áfram í stjórnmálum segi ég: „Af hverju held ég alltaf áfram með Liverpool.“ Þetta er svo álíka verkefni. þetta eru hæðir og lægðir en alltaf er maður í réttu liði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég hef verið mikill aðdáandi Klopp en þetta hefur ekki gengið vel. Ég bý við það að búa með Manchester United aðdáendum. Það er buið að vera erfitt. Þeir segja að Klopp sé búinn og þurfi að fara strax en ég stend með honum,“ sagði Katrín en það hefðu ekki margir búist við því að þegar enskir fjölmiðlar fóru að tala um möguleikann á því að þýski knattspyrnustjórinn yrði látinn fara þegar verst gekk. „Ætli það séu ekki nógu margir að skammast í Klopp. Ég hugsa það, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Katrín í Bítinu. Enski boltinn Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er mikill stuðningsmaður Liverpool og hefur ekkert farið leynt með það. Hún ræddi Liverpool og slakt tímabil liðsins í Bítinu á Bylgjunni. Skelfileg byrjun á nýju ár með algjöru bitleysi fram á við varð til þess að Liverpool liðið var allt í einu komið á óvenjulegar slóðir um miðja deild, mjög langt frá titilbaráttunni þar sem félagið hafði verið undanfarin ár. Liverpool liðið datt líka mjög snemma úr enska bikarnum og enska deildabikarnum en liðið vann þessar keppnir á síðasta tímabili. Þá er liðið nánast úr leik í Meistaradeildinni eftir 5-2 tap á móti Real Madrid á heimavelli í sextán liða úrslitunum. Katrín var spurð út í Liverpool í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Liverpool menn nálguðust aðeins Meistaradeildarsæti með 2-0 sigri á Úlfunum í gær. „Það er aldrei öll von úti. Þegar fólk spyr mig af hverju ég held áfram í stjórnmálum segi ég: „Af hverju held ég alltaf áfram með Liverpool.“ Þetta er svo álíka verkefni. þetta eru hæðir og lægðir en alltaf er maður í réttu liði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég hef verið mikill aðdáandi Klopp en þetta hefur ekki gengið vel. Ég bý við það að búa með Manchester United aðdáendum. Það er buið að vera erfitt. Þeir segja að Klopp sé búinn og þurfi að fara strax en ég stend með honum,“ sagði Katrín en það hefðu ekki margir búist við því að þegar enskir fjölmiðlar fóru að tala um möguleikann á því að þýski knattspyrnustjórinn yrði látinn fara þegar verst gekk. „Ætli það séu ekki nógu margir að skammast í Klopp. Ég hugsa það, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Katrín í Bítinu.
Enski boltinn Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira