Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hefst í hádeginu Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 07:08 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem kynnt var á miðvikudaginn, hefst í hádeginu í dag. Henni lýkur svo næstkomandi miðvikudag, 8. mars klukkan tíu fyrir hádegi. Atkvæðagreiðslan er rafræn og geta þeir sem eru aðilar að samningnum tekið þátt á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara. Verði miðlunartillagan samþykkt fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í kjarasamningum annarra félaga Starfsgreinasambandsins sem náðust við SA í byrjun desembermánaðar. Launahækkanirnar verða afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Að auki er komið sérstaklega til móts við kröfur starfsfólks á hótelum og bílstjóra. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður skrifleg atkvæðagreiðsla á kjörfundi á skrifstofu ríkissáttasemjara að Borgartúni á mánudag og þriðjudag. Þeir sem óska að greiða atkvæði á kjörfundi skulu hafa með sér skilríki. Meðalhækkunin 42 þúsund krónur Á vef ríkissáttasemjara má sjá að miðlunartillagan feli í sér að kauptaxtar aðalkjarasamnings hækki á bilinu 35 þúsund til 52.258 krónur á mánuði og sé meðalhækkun um 42 þúsund krónur. „Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9.5% til 13% og meðalhækkun rúmlega 11% Hægt er að sjá hækkun taxta í miðlunartillögunni og reikna út launahækkanir hvers og eins í reiknivélinni. Með tillögunni er stofnað nýtt starfsheiti, Almennt starfsfólk gistihúsa, sem að loknum þriggja mánaða reynslutíma raðast í launaflokk 6. Mánaðarlaun félagsfólks sem tekur ekki laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022,“ segir um samninginn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Atkvæðagreiðslan er rafræn og geta þeir sem eru aðilar að samningnum tekið þátt á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara. Verði miðlunartillagan samþykkt fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í kjarasamningum annarra félaga Starfsgreinasambandsins sem náðust við SA í byrjun desembermánaðar. Launahækkanirnar verða afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Að auki er komið sérstaklega til móts við kröfur starfsfólks á hótelum og bílstjóra. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður skrifleg atkvæðagreiðsla á kjörfundi á skrifstofu ríkissáttasemjara að Borgartúni á mánudag og þriðjudag. Þeir sem óska að greiða atkvæði á kjörfundi skulu hafa með sér skilríki. Meðalhækkunin 42 þúsund krónur Á vef ríkissáttasemjara má sjá að miðlunartillagan feli í sér að kauptaxtar aðalkjarasamnings hækki á bilinu 35 þúsund til 52.258 krónur á mánuði og sé meðalhækkun um 42 þúsund krónur. „Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9.5% til 13% og meðalhækkun rúmlega 11% Hægt er að sjá hækkun taxta í miðlunartillögunni og reikna út launahækkanir hvers og eins í reiknivélinni. Með tillögunni er stofnað nýtt starfsheiti, Almennt starfsfólk gistihúsa, sem að loknum þriggja mánaða reynslutíma raðast í launaflokk 6. Mánaðarlaun félagsfólks sem tekur ekki laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022,“ segir um samninginn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40