Lífið

Þessi eru í dóm­nefnd Söngva­keppninnar í kvöld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jóhann Kristófer Stefánsson, Jón Ólafsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eru Íslendingarnir í dómnefndinni.
Jóhann Kristófer Stefánsson, Jón Ólafsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eru Íslendingarnir í dómnefndinni.

Tíu manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi gegn atkvæðum þjóðarinnar í fyrri umferð úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Nefndin er skipuð af fjórum Íslendingum og sex erlendum fagaðilum. 

Úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins er í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45 á RÚV. Fimm atriði keppa þar um að fá að vera fulltrúi Íslands í Eurovision í Liverpool í maí. 

Hvernig atriðið er valið er tvískipt. Í fyrri umferðinni eru tvö atriði valin til að keppa í einvígi. Alþjóðleg dómnefnd hefur helmings vægi og kjósendur helmings vægi. 

Hér fyrir neðan má sjá hverjir skipa dómnefndina.

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) tónlistarkona - Ísland

Jón Ólafsson tónlistarmaður - Ísland 

Jóhann Kristófer Stefánsson (Joey Christ) listamaður - Ísland 

Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir) tónlistarkona - Ísland 

Gaute Ormåsen Eurovisionkeppandi 2022 - Noregur 

Ersin Parlak tónlistarumboðsmaður og fjölmiðlafulltrúi San Marínó í Eurovisison - Tyrkland 

Ramūnas Zilnys tónlistarstjóri hjá litháíska ríkisútvarpinu - Litháen 

Helena Nilsson samfélagsmiðlastjóri - Svíþjóð 

Ihan Haydar Eurovisionkeppandi 2022- Danmörk 

Emely Griggs dagskrárstjóri hjá ástralska ríkissjónvarpinu - Ástralía

Kjósendur velja síðan hvort atriðið sem keppir í einvíginu verður framlag Íslands í Liverpool. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×