Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 15:00 Þessir tveir vilja að stuðningsmenn liða sinna einbeiti sér að styðja við liðin frekar en að syngja níðsöngva. Michael Regan/Getty Images Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira